Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu? Toshiki Toma skrifar 15. maí 2008 00:01 Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun