Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:02 Veit umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hvað vindrellurnar kosta skattgreiðendur? Getur Vegagerðin vinsamlegast tekið saman heildarkostnað sem snýr að vegaframkvæmdum og brúarstyrkingum sem áætlað er að fara í svo flytja megi hlassið á áfangastað? Nýlega birtust greinar í Mogganum þar sem Ólafur E. Jóhannson talar um viðamikla vindmylluflutninga. Þar kemur m.a. fram að styrkja þarf brýr og vegi umtalsvert til að taka við þungaflutningum á vindtúrbínum, spöðum og bol sem vikta mörg hundruð tonn samanlagt. Þá á eftir að reikna með flutning alls efnis sem fer í undirstöðurnar fyrir hvert mastur. Ísland er þekkt fyrir góða verkkunnáttu í vatnsafli og gufuafli. Það er vistvæn, stöðug og ódýr orka sem hefur komið okkur vel í samkeppni við aðrar þjóðir. Við eigum nóg af vistvænni orku. Reglugerðafarg ESB hefur haft slæm áhrif á þróunina með því að setja okkar dýrmætu innviði, sem orkan er, skorður. ESB vill markaðsvæða og einkavæða orkuframleiðsluna með von um að geta nýtt landið sem batterí fyrir ESB á sama hátt og Noreg. Eftir að Noregur tengdist Evrópu með rafköplum hefur orkuverð margfaldast. Eftir að Evrópa lokaði kjarnorkuverum hefur orkuverð verið síbreytilegt þar sem orkuframleiðsla með vind- og sólarorku er bæði óhagkvæm og óstöðug. Ójöfn orkuframleiðsla og dýrar fjárfestingar í vindorku hækkar orkuverð sem notendur þurfa að greiða. Þetta hefur áhrif á heimili, lítil sem stór fyrirtæki og iðnað. Orkufrekur iðnaður flytur úr landi, störfum fækkar og verðmætasköpun dregst saman. Það er með ólíkindum að Orkuveitan velji vindorku sem góðan valkost þegar við erum bæði með jarðvarma og vatnsafl sem hægt er að nýta hagkvæmar með nútíma tækni. Jöfnunarorka tekur við af vindorkuverunum þegar þau, af einhverjum ástæðum geta ekki gengið, svo semí of miklum vindi, í of litlumvindi, í miklu frostiþegar ísing myndastá spöðunum og meðan veriðer að afísa spaðana, vegna bilana eða af öðrum orsökum. Jöfnunarorka tryggir að rafmagnskerfið sé alltafí jafnvægi þó orkugjafarnir sveiflist. Jöfnunarorkan er fengin frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðolíu. Íslenskaríkið/Landsvirkjun sér svo um að veita jöfnunarorku sem vindorkufjárfestar fá á umsömdu verði. Það er ekki hlaupið að því aðfá jöfnunarorkuna og þýðir það meiri uppbyggingu á kostnað ríkis eða meiri olíukaup til landsins. Vindorkufjárfestar seljasíðan jöfnunarorkuna á margföldu verði til notenda,enda eru þeir að þessutil að græða. Þar sem þarf hvorteð er að skaffa vindorkuverum jöfnunarorku, hvers vegna ekki að nýta hana frekar beint og sleppa vindorkuverum? Samkvæmt útreikningum á nýtinguvindorkuvera má reiknameð að hún sé að meðaltali um 24-38%. Það þýðir að jöfnunarorkan þarf að geta tekið við 62-76% orkuframleiðslunnar. Því meiri nýtni, því meiri slit á túrbínum og spöðum vindmylla og þar með styttri endingartími. Samkvæmt útreikningum í danskri grein frá febrúar2025, kostar $200.000að taka eina túrbínu niður, eða yfir 25 milljónir króna. Þá er ekki tekið með undirstöður, flutningur ogurðun/niðurbrot. Eignarhald á langflestum þessara vindorkuvera er í höndum erlendra fjárfesta. Þeir fá styrki frá ESB auk þess sem þeir fá lán hjá móðurfyrirtæki og stjórnvöldum í því landi þar sem þeir eru að setja upp orkuver. Vegagerðin þarf að bjóða út framkvæmdirnar við þungaflutningavegi upp á hálendi, yfir votlendi, jarðir og beitilönd, allt eftir staðsetningu vindorkuveranna sem taka yfir mörg hundruð hektara lands. Ósnertri náttúru verður breytt í iðnaðarsvæði. Flutningskerfið á Íslandi er ekki í neinu standi til að flytja alla viðbótarorkuna, hvorki til né frá öllum áætluðum virkjunarstöðum, enda þarf að uppfæra kerfið til að anna núverandi flutningi. Kostnaðinn má telja í tugum milljarða og fellur hann á íbúa landsins með gjöldum vegna þessa gríðarlega kostnaðar og himinháum orkureikningum í framhaldinu. Samanber norska skýrslu frá „Energi og Natur“ dags. 2021. Í löndum Evrópu er litið á vindorkuna sem neyðarlausn þar sem ekki er hægt að komast í aðra orku eins og vatnsafl eða jarðvarma, sem teljast til grænna orkugjafa. Því á að spyrja sig hvers vegna við á Íslandi erum að leyfa vindorkuver þegar við erum með 95% græna orku? Við landsmenn sitjum uppi með orkupakkana þrjá sem stjórnvöld þessa lands samþykktu án fyrirvara og ruddu með því leiðina fyrir erlenda aðila að eignastorkuna okkar og hasla sér völlhér. ESB býður upp á „græna“ styrki sem lukkuriddarar vindorkunnar geta fengiðtil að vera með í „orkuskiptunum“. Vindorkuverin endastmjög stutt miðaðvið önnur orkuver, eða um 15-20 ár. Þau eru fljót að líða. Sveitarfélög geta lent í að kosta niðurrif og förgun á risavöxnum möstrum og spöðum ásamt vélarhlutum, ef ekki hefur verið gerður samningur um kostnað við niðurrif sem fyrirtækin borga fyrirfram. Ég reikna ekki með að þeir séu til í að skifa undir slíkan samning. Í nágrannalöndum okkar eru mörg sveitarfélög hætt að verða við áreiti fjárfesta. Þau hafa tekið þá stefnu að vindorkuver séu það skaðleg vistkerfinu öllu og íbúum að þessi svokallaða „græna orka“ eigi ekki erindi í þeirra byggð.Það hafa ekki skapast ný störf við þessa starfsemi, fasteignir hafa fallið í verði, ferðaþjónustan flytur burt ásamt ferðamönnum og íbúar flytja úr sveitarfélaginu. Hávaðamengun, sjónmengun, ljósaflökt, fugladauði og fjarveravilltra dýra eru þær sýnilegubreytingar sem eiga sér stað strax. Áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustuna Tvær milljónir ferðamanna koma til Íslands á ári hverju og má reikna með því að 80% komi einvörðungu til að upplifa ósnortna náttúru.Náttúran verður ekki ósnortin ef þessi vindorkuver rísa. Friðsæl fegurðverður þá rofin af vélamengun á gígantískum skala. Ekkert verður sem áður; vinsælar ferðir um hálendið, að fossum, um hraun og víðáttu, að skoða skriðjökla og fara á hestbak í sveitasælunni, að upplifa norðurljósin, fara í skíðaferð, njóta kyrrðar í baðlónum. Ljósaflökt frá vindtúrbínum truflar þegar skoða á norðurljós, vindorkuver birtast á landslagsmyndum ferðalanga og svo mætti lengi telja. Öll sú uppbygging sem átt hefur sér stað um land allt til að taka á móti ferðamönnum verður þá lítið annað en skuld eða tapað fé. Áhrif vindorkuvera á landbúnað Í dag erum við með viðurkennt vistvænt lambakjöt sem er stolt bænda. Örplast, flúor og Bisfenól A ásamt öðru eitri í umhverfinu mun koma í veg fyrir að bændur geti selt kjötið sem vistvænt. Túnin, lækirnir, heiðarnar og beitilöndin verða menguð. Til að vindorkuverin borgi sig hækkar raforkuverð. Samkvæmt regluverki ESB/EES fær dreifbýlið hærra orkuverð en þéttbýlið. Þetta eru reglur sem henta Íslandi mjög illa þar sem stór partur af landinu er dreifbýli. Hæpið að bændurgeti haldið úti matarframleiðslu til lengdar. Ilræktendur, sem þegar eru farnir að ströggla vegna hækkandi orkuverðs, geta ekki haldið framleiðslu áfram. Nú þegar það er sýnt að við þurfum að vera viðbúin að vera sjálfbærmeð matvælaframleiðslu er því mikið í húfi. Áhrif vindorkuvera á náttúruna Fugladauði og skordýradauði er talsverður. Mengunin frá spöðunumeinum mengar jarðvegog grunnvatn þannigað ekki verður hægt að endurheimta landið til ræktunar eða skepnuhalds og ekki hreinsa grunnvatnið. Jafna þarf landið og sprengja holt og hæðir til að koma orkuverinu fyrir. Umtalsverðar skemmdir hafa verið unnar á norskri náttúru af þessum völdum. Geitfjell í Noregi – landslagið fyrir og eftir vegaframkvæmdir fyrir vindorkuverr. Náttúran er ekki afturkræf. Áhrif á líf og heilsu manna og dýra Hljóðmengunin og ljósaflöktið hefur slæm áhrif á dýr og menn. Hreindýr eru sérlega viðkvæmfyrir hljóðum frá vindorkuverum og fælast. Infrahljóð berast langar leiðir og gegnum veggi. Þessi hljóð hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Höfuðverkir, hjartaflökt, svefnleysi og orkuleysi eru afleiðingar sem eru vel þekktar og viðurkenndar. Hvaða kosti hefur vindorkuver hér á landi? Ef tekiðer tillit til mengunarinnar sem þau valda og þeirra orkugjafa sem við eigum nú þegar þá er vindorka óþörf. Veðráttaná Íslandi er þess eðlis að spaðar túrbínanna koma ekki til með að endastlengi og menguninfrá þeim verður meiri en á mörgumöðrum stöðum. Nefna má sandrok, moldrok, rigningu og ísingu, þýðu og frost sem hefur áhrif á tæringu spaða og bols. Hér á landi er verið að skipuleggja orkuver á ósnertum heiðum, náttúrusvæðum sem ekki er hægt að meta til fjár. Svo er stóra spurningin hvers vegna ættum við að leggja stór landsvæði undir óhagkvæman orkugjafa þegar við höfum þegar ærið næga vatnsorku og jarðvarma? Hvers virði er landsvæðið eftir að því hefur verið breytt í iðnaðarsvæði? Ræktunarland, mýri, mólendiog vatnasvæði eru mikilvæg vistkerfi og jafna koldíoxíð. Fyrir bændur eru þessi landsvæði ónothæftil ræktunar í grennd við vindorkuver. Eiturefni og örplast fer í allt vistkerfið, vatnið og að lokum í mannfólkið. Skemmdirnar á náttúrunni eru ekki afturkræfar þó möstur og spaðar séu tekin niður. Steyptar undirstöður og stál, niðursprengd landsvæði sem jafna þarf út, þungaflutningavegir og sár eftirflutningsskurði, mengun í jarðlögum og grunnvatni, allt verður það eftir. Hvaðfær sveitarfélagið í staðinn fyrir að leyfa vindorkuver hjá sér? Engin stefna í málum vindorkuvera er mótuð hjá stjórnvöldum og sveitarfélögum. Orkufrek fyrirtæki í sveitarfélaginu þurfa örugga orkugjafa. Það er ekki hægt að byggja iðnað á vindorku. Ferðaþjónustan leggst af eða flytur annað. Stór svæði innan sveitarfélagsins verða ónýtt vegna hávaða, vindhviða og ískasts á veturna. Orkukostnaður eykst vegna óöruggs orkugjafa. Vindorkufyrirtækin eru með sérhæft vinnuafl á sínum snærum til að koma og kíkja á aðstæður að meðaltali einu sinni í mánuði. Það skapast því engin störf við vindorkuverin. Fráflutningur íbúa hefur verið úr sveitarfélögunum erlendis þar sem vindorkuver hafa risið. Fasteignaverð hefur fallið um 15-20% innan svæðaþar sem sést og heyrist í vindorkuveri. Á þeim stöðum þar sem haldið úti ferðaþjónustu, hefur hún dregist saman og mörg fyrirtæki lagt upp laupana. Hvað þarf mikið stál og steypu í undirstöður einnar 2MW vindtúrbínu? Flestar túrbínur í dag eru stærri en 2MW en ef við miðum við 2MW túrbínu þá þarf steypu í undirstöður sem eru um 10 m að þvermáli og um 4 – 5 m þykkar. Áætluð þyngd þeirrar steypu er 900 tonn (900.000 kg.). Stálið sem þarf í undirstöðurnar er 260 tonn. Sjálf túrbínan með mastri og spöðum er um 300 tonn sem innihalda: Þetta þýðir hvorki meira né minna en 27.000 tonn af steypu, 7.800 tonn af stáli og 9.000 tonn af túrbínum með mastri og spöðum fyrir 30 túrbína vindorkuver. Stór steypubíll getur tekið 16,2 tonn í einni ferð. Við sjáum að það þarf margar ferðir fram og til baka með efni í undirstöður, vegagerð og flutning á vindmyllunum. Hvar á að urða spaðana? Spaðar eru sprautaðir með epoxy sem inniheldur 33% af BisfenolA, auk flúors og annarra eitraðra efna og er enn ekki hægtað endurvinna. Það eru litlarlíkur á því að spaðar og túrbínur verði flutt með skipum til annarra landa til förgunar með tilheyrandi kostnaði. Það er mikil mengun af spöðunum og því ekki ráðlegt að urða þá. Þetta er að verða stórt mengunarvandamál á jörðinni og erum við nú þegar búin að menga nóg með örplasti og eiturefnum. Það er þekktfyrirbæri að vindorkufyrirtækin skrá sig gjaldþrota til að þurfa ekki að taka möstrin niður og farga spöðum. Hverjir borga vegagerð, flutningskerfiðog allt annað sem leggst til? Skattborgarar. Nú sýnir sig hér á landi að það þarf að lagfæra og styrkja vegi og brýr til að koma þessum ferlíkjum á áfangastað. Eigum við að sætta okkur við að einkaframkvæmd geti ætlast til þess að skattborgarar greiði götu þeirra í orðsins fyllstu merkingu? Hvers vegna er vindorka til umræðu núna? ESB krefst þess að öll lönd innan EES standi við ákvæði í Orkupakka 3, sáttmála um losun gróðurhúsalofttegunda og orkuskipti. Ísland er með hæsta hlutfall grænnar orku í Evrópu, Við eigum orkuauðlindir sem við getum unnið betur úr án þess að leggja landið undir stóriðju í vindorku. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að segja nei við því sem hentar okkur alls ekki í stað þess að skrifa undir samninga sem þeir skilja misvel hverjar afleiðingarnar eru af. Okkar stefna ætti að miða að sjálfbærni og hagkvæmni. Allir innviðir eiga því að vera í höndum þjóðarinnar. ekki erlendra fjárfesta. Við íbúar í þessu landi tökum ákvarðanir sem munu hafa áhrif á komandi kynslóðir í landinu. Við "eigum" ekki þetta land, við höfum það að láni fyrir framtíðar kynslóðir og ber okkur að fara vel með það. Höfundur er arkitekt og meðlimur í Landvernd. Ítarefni Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Veit umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hvað vindrellurnar kosta skattgreiðendur? Getur Vegagerðin vinsamlegast tekið saman heildarkostnað sem snýr að vegaframkvæmdum og brúarstyrkingum sem áætlað er að fara í svo flytja megi hlassið á áfangastað? Nýlega birtust greinar í Mogganum þar sem Ólafur E. Jóhannson talar um viðamikla vindmylluflutninga. Þar kemur m.a. fram að styrkja þarf brýr og vegi umtalsvert til að taka við þungaflutningum á vindtúrbínum, spöðum og bol sem vikta mörg hundruð tonn samanlagt. Þá á eftir að reikna með flutning alls efnis sem fer í undirstöðurnar fyrir hvert mastur. Ísland er þekkt fyrir góða verkkunnáttu í vatnsafli og gufuafli. Það er vistvæn, stöðug og ódýr orka sem hefur komið okkur vel í samkeppni við aðrar þjóðir. Við eigum nóg af vistvænni orku. Reglugerðafarg ESB hefur haft slæm áhrif á þróunina með því að setja okkar dýrmætu innviði, sem orkan er, skorður. ESB vill markaðsvæða og einkavæða orkuframleiðsluna með von um að geta nýtt landið sem batterí fyrir ESB á sama hátt og Noreg. Eftir að Noregur tengdist Evrópu með rafköplum hefur orkuverð margfaldast. Eftir að Evrópa lokaði kjarnorkuverum hefur orkuverð verið síbreytilegt þar sem orkuframleiðsla með vind- og sólarorku er bæði óhagkvæm og óstöðug. Ójöfn orkuframleiðsla og dýrar fjárfestingar í vindorku hækkar orkuverð sem notendur þurfa að greiða. Þetta hefur áhrif á heimili, lítil sem stór fyrirtæki og iðnað. Orkufrekur iðnaður flytur úr landi, störfum fækkar og verðmætasköpun dregst saman. Það er með ólíkindum að Orkuveitan velji vindorku sem góðan valkost þegar við erum bæði með jarðvarma og vatnsafl sem hægt er að nýta hagkvæmar með nútíma tækni. Jöfnunarorka tekur við af vindorkuverunum þegar þau, af einhverjum ástæðum geta ekki gengið, svo semí of miklum vindi, í of litlumvindi, í miklu frostiþegar ísing myndastá spöðunum og meðan veriðer að afísa spaðana, vegna bilana eða af öðrum orsökum. Jöfnunarorka tryggir að rafmagnskerfið sé alltafí jafnvægi þó orkugjafarnir sveiflist. Jöfnunarorkan er fengin frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðolíu. Íslenskaríkið/Landsvirkjun sér svo um að veita jöfnunarorku sem vindorkufjárfestar fá á umsömdu verði. Það er ekki hlaupið að því aðfá jöfnunarorkuna og þýðir það meiri uppbyggingu á kostnað ríkis eða meiri olíukaup til landsins. Vindorkufjárfestar seljasíðan jöfnunarorkuna á margföldu verði til notenda,enda eru þeir að þessutil að græða. Þar sem þarf hvorteð er að skaffa vindorkuverum jöfnunarorku, hvers vegna ekki að nýta hana frekar beint og sleppa vindorkuverum? Samkvæmt útreikningum á nýtinguvindorkuvera má reiknameð að hún sé að meðaltali um 24-38%. Það þýðir að jöfnunarorkan þarf að geta tekið við 62-76% orkuframleiðslunnar. Því meiri nýtni, því meiri slit á túrbínum og spöðum vindmylla og þar með styttri endingartími. Samkvæmt útreikningum í danskri grein frá febrúar2025, kostar $200.000að taka eina túrbínu niður, eða yfir 25 milljónir króna. Þá er ekki tekið með undirstöður, flutningur ogurðun/niðurbrot. Eignarhald á langflestum þessara vindorkuvera er í höndum erlendra fjárfesta. Þeir fá styrki frá ESB auk þess sem þeir fá lán hjá móðurfyrirtæki og stjórnvöldum í því landi þar sem þeir eru að setja upp orkuver. Vegagerðin þarf að bjóða út framkvæmdirnar við þungaflutningavegi upp á hálendi, yfir votlendi, jarðir og beitilönd, allt eftir staðsetningu vindorkuveranna sem taka yfir mörg hundruð hektara lands. Ósnertri náttúru verður breytt í iðnaðarsvæði. Flutningskerfið á Íslandi er ekki í neinu standi til að flytja alla viðbótarorkuna, hvorki til né frá öllum áætluðum virkjunarstöðum, enda þarf að uppfæra kerfið til að anna núverandi flutningi. Kostnaðinn má telja í tugum milljarða og fellur hann á íbúa landsins með gjöldum vegna þessa gríðarlega kostnaðar og himinháum orkureikningum í framhaldinu. Samanber norska skýrslu frá „Energi og Natur“ dags. 2021. Í löndum Evrópu er litið á vindorkuna sem neyðarlausn þar sem ekki er hægt að komast í aðra orku eins og vatnsafl eða jarðvarma, sem teljast til grænna orkugjafa. Því á að spyrja sig hvers vegna við á Íslandi erum að leyfa vindorkuver þegar við erum með 95% græna orku? Við landsmenn sitjum uppi með orkupakkana þrjá sem stjórnvöld þessa lands samþykktu án fyrirvara og ruddu með því leiðina fyrir erlenda aðila að eignastorkuna okkar og hasla sér völlhér. ESB býður upp á „græna“ styrki sem lukkuriddarar vindorkunnar geta fengiðtil að vera með í „orkuskiptunum“. Vindorkuverin endastmjög stutt miðaðvið önnur orkuver, eða um 15-20 ár. Þau eru fljót að líða. Sveitarfélög geta lent í að kosta niðurrif og förgun á risavöxnum möstrum og spöðum ásamt vélarhlutum, ef ekki hefur verið gerður samningur um kostnað við niðurrif sem fyrirtækin borga fyrirfram. Ég reikna ekki með að þeir séu til í að skifa undir slíkan samning. Í nágrannalöndum okkar eru mörg sveitarfélög hætt að verða við áreiti fjárfesta. Þau hafa tekið þá stefnu að vindorkuver séu það skaðleg vistkerfinu öllu og íbúum að þessi svokallaða „græna orka“ eigi ekki erindi í þeirra byggð.Það hafa ekki skapast ný störf við þessa starfsemi, fasteignir hafa fallið í verði, ferðaþjónustan flytur burt ásamt ferðamönnum og íbúar flytja úr sveitarfélaginu. Hávaðamengun, sjónmengun, ljósaflökt, fugladauði og fjarveravilltra dýra eru þær sýnilegubreytingar sem eiga sér stað strax. Áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustuna Tvær milljónir ferðamanna koma til Íslands á ári hverju og má reikna með því að 80% komi einvörðungu til að upplifa ósnortna náttúru.Náttúran verður ekki ósnortin ef þessi vindorkuver rísa. Friðsæl fegurðverður þá rofin af vélamengun á gígantískum skala. Ekkert verður sem áður; vinsælar ferðir um hálendið, að fossum, um hraun og víðáttu, að skoða skriðjökla og fara á hestbak í sveitasælunni, að upplifa norðurljósin, fara í skíðaferð, njóta kyrrðar í baðlónum. Ljósaflökt frá vindtúrbínum truflar þegar skoða á norðurljós, vindorkuver birtast á landslagsmyndum ferðalanga og svo mætti lengi telja. Öll sú uppbygging sem átt hefur sér stað um land allt til að taka á móti ferðamönnum verður þá lítið annað en skuld eða tapað fé. Áhrif vindorkuvera á landbúnað Í dag erum við með viðurkennt vistvænt lambakjöt sem er stolt bænda. Örplast, flúor og Bisfenól A ásamt öðru eitri í umhverfinu mun koma í veg fyrir að bændur geti selt kjötið sem vistvænt. Túnin, lækirnir, heiðarnar og beitilöndin verða menguð. Til að vindorkuverin borgi sig hækkar raforkuverð. Samkvæmt regluverki ESB/EES fær dreifbýlið hærra orkuverð en þéttbýlið. Þetta eru reglur sem henta Íslandi mjög illa þar sem stór partur af landinu er dreifbýli. Hæpið að bændurgeti haldið úti matarframleiðslu til lengdar. Ilræktendur, sem þegar eru farnir að ströggla vegna hækkandi orkuverðs, geta ekki haldið framleiðslu áfram. Nú þegar það er sýnt að við þurfum að vera viðbúin að vera sjálfbærmeð matvælaframleiðslu er því mikið í húfi. Áhrif vindorkuvera á náttúruna Fugladauði og skordýradauði er talsverður. Mengunin frá spöðunumeinum mengar jarðvegog grunnvatn þannigað ekki verður hægt að endurheimta landið til ræktunar eða skepnuhalds og ekki hreinsa grunnvatnið. Jafna þarf landið og sprengja holt og hæðir til að koma orkuverinu fyrir. Umtalsverðar skemmdir hafa verið unnar á norskri náttúru af þessum völdum. Geitfjell í Noregi – landslagið fyrir og eftir vegaframkvæmdir fyrir vindorkuverr. Náttúran er ekki afturkræf. Áhrif á líf og heilsu manna og dýra Hljóðmengunin og ljósaflöktið hefur slæm áhrif á dýr og menn. Hreindýr eru sérlega viðkvæmfyrir hljóðum frá vindorkuverum og fælast. Infrahljóð berast langar leiðir og gegnum veggi. Þessi hljóð hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Höfuðverkir, hjartaflökt, svefnleysi og orkuleysi eru afleiðingar sem eru vel þekktar og viðurkenndar. Hvaða kosti hefur vindorkuver hér á landi? Ef tekiðer tillit til mengunarinnar sem þau valda og þeirra orkugjafa sem við eigum nú þegar þá er vindorka óþörf. Veðráttaná Íslandi er þess eðlis að spaðar túrbínanna koma ekki til með að endastlengi og menguninfrá þeim verður meiri en á mörgumöðrum stöðum. Nefna má sandrok, moldrok, rigningu og ísingu, þýðu og frost sem hefur áhrif á tæringu spaða og bols. Hér á landi er verið að skipuleggja orkuver á ósnertum heiðum, náttúrusvæðum sem ekki er hægt að meta til fjár. Svo er stóra spurningin hvers vegna ættum við að leggja stór landsvæði undir óhagkvæman orkugjafa þegar við höfum þegar ærið næga vatnsorku og jarðvarma? Hvers virði er landsvæðið eftir að því hefur verið breytt í iðnaðarsvæði? Ræktunarland, mýri, mólendiog vatnasvæði eru mikilvæg vistkerfi og jafna koldíoxíð. Fyrir bændur eru þessi landsvæði ónothæftil ræktunar í grennd við vindorkuver. Eiturefni og örplast fer í allt vistkerfið, vatnið og að lokum í mannfólkið. Skemmdirnar á náttúrunni eru ekki afturkræfar þó möstur og spaðar séu tekin niður. Steyptar undirstöður og stál, niðursprengd landsvæði sem jafna þarf út, þungaflutningavegir og sár eftirflutningsskurði, mengun í jarðlögum og grunnvatni, allt verður það eftir. Hvaðfær sveitarfélagið í staðinn fyrir að leyfa vindorkuver hjá sér? Engin stefna í málum vindorkuvera er mótuð hjá stjórnvöldum og sveitarfélögum. Orkufrek fyrirtæki í sveitarfélaginu þurfa örugga orkugjafa. Það er ekki hægt að byggja iðnað á vindorku. Ferðaþjónustan leggst af eða flytur annað. Stór svæði innan sveitarfélagsins verða ónýtt vegna hávaða, vindhviða og ískasts á veturna. Orkukostnaður eykst vegna óöruggs orkugjafa. Vindorkufyrirtækin eru með sérhæft vinnuafl á sínum snærum til að koma og kíkja á aðstæður að meðaltali einu sinni í mánuði. Það skapast því engin störf við vindorkuverin. Fráflutningur íbúa hefur verið úr sveitarfélögunum erlendis þar sem vindorkuver hafa risið. Fasteignaverð hefur fallið um 15-20% innan svæðaþar sem sést og heyrist í vindorkuveri. Á þeim stöðum þar sem haldið úti ferðaþjónustu, hefur hún dregist saman og mörg fyrirtæki lagt upp laupana. Hvað þarf mikið stál og steypu í undirstöður einnar 2MW vindtúrbínu? Flestar túrbínur í dag eru stærri en 2MW en ef við miðum við 2MW túrbínu þá þarf steypu í undirstöður sem eru um 10 m að þvermáli og um 4 – 5 m þykkar. Áætluð þyngd þeirrar steypu er 900 tonn (900.000 kg.). Stálið sem þarf í undirstöðurnar er 260 tonn. Sjálf túrbínan með mastri og spöðum er um 300 tonn sem innihalda: Þetta þýðir hvorki meira né minna en 27.000 tonn af steypu, 7.800 tonn af stáli og 9.000 tonn af túrbínum með mastri og spöðum fyrir 30 túrbína vindorkuver. Stór steypubíll getur tekið 16,2 tonn í einni ferð. Við sjáum að það þarf margar ferðir fram og til baka með efni í undirstöður, vegagerð og flutning á vindmyllunum. Hvar á að urða spaðana? Spaðar eru sprautaðir með epoxy sem inniheldur 33% af BisfenolA, auk flúors og annarra eitraðra efna og er enn ekki hægtað endurvinna. Það eru litlarlíkur á því að spaðar og túrbínur verði flutt með skipum til annarra landa til förgunar með tilheyrandi kostnaði. Það er mikil mengun af spöðunum og því ekki ráðlegt að urða þá. Þetta er að verða stórt mengunarvandamál á jörðinni og erum við nú þegar búin að menga nóg með örplasti og eiturefnum. Það er þekktfyrirbæri að vindorkufyrirtækin skrá sig gjaldþrota til að þurfa ekki að taka möstrin niður og farga spöðum. Hverjir borga vegagerð, flutningskerfiðog allt annað sem leggst til? Skattborgarar. Nú sýnir sig hér á landi að það þarf að lagfæra og styrkja vegi og brýr til að koma þessum ferlíkjum á áfangastað. Eigum við að sætta okkur við að einkaframkvæmd geti ætlast til þess að skattborgarar greiði götu þeirra í orðsins fyllstu merkingu? Hvers vegna er vindorka til umræðu núna? ESB krefst þess að öll lönd innan EES standi við ákvæði í Orkupakka 3, sáttmála um losun gróðurhúsalofttegunda og orkuskipti. Ísland er með hæsta hlutfall grænnar orku í Evrópu, Við eigum orkuauðlindir sem við getum unnið betur úr án þess að leggja landið undir stóriðju í vindorku. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að segja nei við því sem hentar okkur alls ekki í stað þess að skrifa undir samninga sem þeir skilja misvel hverjar afleiðingarnar eru af. Okkar stefna ætti að miða að sjálfbærni og hagkvæmni. Allir innviðir eiga því að vera í höndum þjóðarinnar. ekki erlendra fjárfesta. Við íbúar í þessu landi tökum ákvarðanir sem munu hafa áhrif á komandi kynslóðir í landinu. Við "eigum" ekki þetta land, við höfum það að láni fyrir framtíðar kynslóðir og ber okkur að fara vel með það. Höfundur er arkitekt og meðlimur í Landvernd. Ítarefni Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun