Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 4. desember 2025 09:15 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Leigubílar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun