Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum 9. september 2008 14:18 Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen" Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen"
Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira