Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Fjölhæfnin er styrkur 31. desember 2008 00:01 Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group. Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Slíkt hefur áhrif á hagkerfið í heild sinni og breytir mjög neysluhegðun fyrirtækja og einstaklinga. Mikilvægt við slíkar aðstæður er að setja sér skýra framtíðarsýn og ná víðtækri samstöðu um hana til að lágmarka skaðann og jafnframt flýta að út úr vandanum verði unnið. Við eigum sterkar stoðir, góðar framleiðslueiningar í fiskiðnaði, stóriðju og ferðamannaiðnaði sem geta komið okkur hratt út úr þessari stöðu. Ísland er lítið hagkerfi sem bregst hratt við aðstæðum eins og sést nú við samdrátt í innflutningi. Áhrif á rekstur samstæðu Icelandair Group frá byrjun október eru veruleg og koma hart niður á rekstri og efnahag. Kemur þetta í beinu framhaldi af mjög erfiðu ári hvað eldsneytisverð varðar. Miklar aðgerðir í rekstri ýmissa félaga innan samstæðunnar fyrri hluta ársins hafa hjálpað við þessar aðstæður. Utanferðir Íslendinga hafa stórlega dregist saman og líklegt að það haldi áfram á næsta ári. Slík þróun er að koma í ljós víðs vegar í heiminum og mun árið 2009 bera þess merki. Sést hefur spádómur um að árið 2009 verði erfiðasta rekstrarár í sögu flugsins. Ég tel að ferðamannaiðnaðurinn heilt yfir muni sjá fram á erfitt ár. Enn og aftur, við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíðina og vinna úr þeim vandamálum sem uppi eru hverju sinni. Á Íslandi munu samt myndast tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Icelandair Group er alþjóðleg samstæða fyrirtækja með starfsemi um allan heim. Tekjur koma frá mörgum heimssvæðum og frá ólíkri starfsemi og tæplega 80% tekna samstæðunnar eru í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fjölhæfni og dreifing í tekjumyndun er samstæðunni mikill styrkur í umrótinu nú og dregur úr því höggi sem skyndilegur og ófyrirséður samdráttur í ferðalögum Íslendinga er. Hafa ber þó í huga að það hefur kreppt að víðar en á Íslandi og sér ekki fyrir endann á því. Flugið og ferðaþjónustan er sveiflukennd starfsemi og styrkur Icelandair Group er að bregðast hratt við óvæntum breytingum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í einkaeigu og haft arðsemi hluthafa að leiðarljósi. En það hefur um leið tekið að sér það mikilvæga samfélagslega hlutverk að byggja upp leiðarkerfi í flugi til og frá landinu. Sú starfsemi er grundvöllur ferðaþjónustunnar í landinu og tryggir Íslendingum framúrskarandi samgöngur við umheiminn. Hún skapar þúsundum atvinnu um allt land og byggir upp sérfræðiþekkingu sem undirstaða umfangsmikillar gjaldeyrisskapandi flugstarfsemi um allan heim. Nú sem fyrr förum við hjá Icelandair Group í gegnum súrt og sætt með þjóðinni. Hún getur treyst á liðsinni okkar í þeirri baráttu sem framundan er. Markaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Slíkt hefur áhrif á hagkerfið í heild sinni og breytir mjög neysluhegðun fyrirtækja og einstaklinga. Mikilvægt við slíkar aðstæður er að setja sér skýra framtíðarsýn og ná víðtækri samstöðu um hana til að lágmarka skaðann og jafnframt flýta að út úr vandanum verði unnið. Við eigum sterkar stoðir, góðar framleiðslueiningar í fiskiðnaði, stóriðju og ferðamannaiðnaði sem geta komið okkur hratt út úr þessari stöðu. Ísland er lítið hagkerfi sem bregst hratt við aðstæðum eins og sést nú við samdrátt í innflutningi. Áhrif á rekstur samstæðu Icelandair Group frá byrjun október eru veruleg og koma hart niður á rekstri og efnahag. Kemur þetta í beinu framhaldi af mjög erfiðu ári hvað eldsneytisverð varðar. Miklar aðgerðir í rekstri ýmissa félaga innan samstæðunnar fyrri hluta ársins hafa hjálpað við þessar aðstæður. Utanferðir Íslendinga hafa stórlega dregist saman og líklegt að það haldi áfram á næsta ári. Slík þróun er að koma í ljós víðs vegar í heiminum og mun árið 2009 bera þess merki. Sést hefur spádómur um að árið 2009 verði erfiðasta rekstrarár í sögu flugsins. Ég tel að ferðamannaiðnaðurinn heilt yfir muni sjá fram á erfitt ár. Enn og aftur, við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíðina og vinna úr þeim vandamálum sem uppi eru hverju sinni. Á Íslandi munu samt myndast tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Icelandair Group er alþjóðleg samstæða fyrirtækja með starfsemi um allan heim. Tekjur koma frá mörgum heimssvæðum og frá ólíkri starfsemi og tæplega 80% tekna samstæðunnar eru í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fjölhæfni og dreifing í tekjumyndun er samstæðunni mikill styrkur í umrótinu nú og dregur úr því höggi sem skyndilegur og ófyrirséður samdráttur í ferðalögum Íslendinga er. Hafa ber þó í huga að það hefur kreppt að víðar en á Íslandi og sér ekki fyrir endann á því. Flugið og ferðaþjónustan er sveiflukennd starfsemi og styrkur Icelandair Group er að bregðast hratt við óvæntum breytingum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í einkaeigu og haft arðsemi hluthafa að leiðarljósi. En það hefur um leið tekið að sér það mikilvæga samfélagslega hlutverk að byggja upp leiðarkerfi í flugi til og frá landinu. Sú starfsemi er grundvöllur ferðaþjónustunnar í landinu og tryggir Íslendingum framúrskarandi samgöngur við umheiminn. Hún skapar þúsundum atvinnu um allt land og byggir upp sérfræðiþekkingu sem undirstaða umfangsmikillar gjaldeyrisskapandi flugstarfsemi um allan heim. Nú sem fyrr förum við hjá Icelandair Group í gegnum súrt og sætt með þjóðinni. Hún getur treyst á liðsinni okkar í þeirri baráttu sem framundan er.
Markaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira