Dollarinn styrkist enn 11. september 2008 11:23 Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira