Viðskipti erlent

Samdráttur á Nýja-Sjálandi

Auckland, höfuðborg Nýja-Sjálands.
Auckland, höfuðborg Nýja-Sjálands.

Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent á fyrri hluta árs á Nýja-Sjálandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofu landsins.Samkvæmt þeim dróst hagvöxtur saman um 0,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi og um 0,2 prósent á öðrum fjórðungi.  

Þetta er fyrsti samdrátturinn í landinu í áratug. Samdráttur í hagkerfinu er þegar hann nær yfir tvo ársfjórðunga í röð, líkt og breska ríkisútvarpið bendir á í dag.

BBC hefur eftir Michael Cullen, fjármálaráðherra landsins, að reikna megi með því að hagvöxtur aukist eftir því sem nær dragi áramótum.

Hagkerfi Nýja-Sjálands, sem telst til hávaxtalanda líkt og Íslands, er borið uppi af landbúnaði að miklu leyti. Það hefur hins vegar, líkt og önnur lönd, orðið fyrir barðinu á almennum verðhækkunum á hrávöru og lausafjárþurrð, líkt og BBC bendir á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×