Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði 27. september 2008 05:00 Listakonan Sigrún Ólafsdóttir hefur unnið útilistaverk við ýmsar byggingar í Þýskalandi þar sem hún er búsett. Verkið sem sett verður upp á Selfossi ber nafnið Sveipur. Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Í samkomulagi við Sigrúnu sem bæjarráð Árborgar staðfesti í janúar 2006 kemur fram að henni skyldu greiddar tvær milljónir króna fyrir hönnun útilistaverks úr stáli. Verkinu, sem nefnt er Sveipurinn, er ætlaður staður austan við Ölfusárbrúna. Sigrún hefur þegar skilað teikningum og módeli að verkinu og fengið stærstan hluta sinnar þóknunar greiddan. Að auki hefur verið unnin talsverð vinna við burðarþolshönnun. Kostnaður vegna hennar er óuppgerður en er meiri en ráð var fyrir gert að sögn Jóns Hjartarsonar, formanns bæjarráðs. „Megin skýringin er sú að heimsmarkaðsverð á góðu stáli hefur margfaldast frá því samið var um verkið," segir Jón um ástæðu tafanna. Nýlega mun Árborg hafa spurst fyrir um það hjá stálsmiðju hvað smíði listaverksins myndi kosta. Svarið mun hafa verið fimmtán milljónir króna. Þá er eftir kostnaður við undirstöður, sem þurfa að vera miklar þar sem verkið verður þungt og umfangsmikið. Það blasir því við að heildarkostnaður við listaverkið Sveip verður naumast undir tuttugu milljónum króna - allt að fjórfalt hærri en lagt var upp með. Á fundi menningar- og listanefndar Árborgar í síðustu viku var lögð rík áhersla á að samningurinn við Sigrúnu yrði efndur. Rætt var um að fá einkaaðila til að hlaupa undir bagga með fjármögnun og Jón segir það einmitt koma til greina. Ekki sé annað í myndinni en að bærinn standi við samninginn. „Við viljum - og eigum samkvæmt samningi - að koma þessu gríðarlega flotta og mikla listaverki upp. Það verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun frá 2010 til 2012. Allir möguleikar verða skoðaðir," segir formaður bæjarráðs. Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Í samkomulagi við Sigrúnu sem bæjarráð Árborgar staðfesti í janúar 2006 kemur fram að henni skyldu greiddar tvær milljónir króna fyrir hönnun útilistaverks úr stáli. Verkinu, sem nefnt er Sveipurinn, er ætlaður staður austan við Ölfusárbrúna. Sigrún hefur þegar skilað teikningum og módeli að verkinu og fengið stærstan hluta sinnar þóknunar greiddan. Að auki hefur verið unnin talsverð vinna við burðarþolshönnun. Kostnaður vegna hennar er óuppgerður en er meiri en ráð var fyrir gert að sögn Jóns Hjartarsonar, formanns bæjarráðs. „Megin skýringin er sú að heimsmarkaðsverð á góðu stáli hefur margfaldast frá því samið var um verkið," segir Jón um ástæðu tafanna. Nýlega mun Árborg hafa spurst fyrir um það hjá stálsmiðju hvað smíði listaverksins myndi kosta. Svarið mun hafa verið fimmtán milljónir króna. Þá er eftir kostnaður við undirstöður, sem þurfa að vera miklar þar sem verkið verður þungt og umfangsmikið. Það blasir því við að heildarkostnaður við listaverkið Sveip verður naumast undir tuttugu milljónum króna - allt að fjórfalt hærri en lagt var upp með. Á fundi menningar- og listanefndar Árborgar í síðustu viku var lögð rík áhersla á að samningurinn við Sigrúnu yrði efndur. Rætt var um að fá einkaaðila til að hlaupa undir bagga með fjármögnun og Jón segir það einmitt koma til greina. Ekki sé annað í myndinni en að bærinn standi við samninginn. „Við viljum - og eigum samkvæmt samningi - að koma þessu gríðarlega flotta og mikla listaverki upp. Það verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun frá 2010 til 2012. Allir möguleikar verða skoðaðir," segir formaður bæjarráðs.
Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira