Viðskipti erlent

Fjárfestar leita besta skjólsins

Gengi hlutabréfa sveiflaðist nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir talsverða dýfu síðustu tvö viðskiptadaga. Sveiflurnar í dag skýrast að mestu af miklum viðskiptum á markaðnum og skiptust fjárfestar á því að ná sér í bréf á lágu verði og taka inn hagnað með sölu á þeim.

Fjárfestar töldu hins vegar besta skjólið gegn væntanlegum óróleika á mörkuðum felast í kaupum á gömlum, traustum - og að margra mati góðu - fyrirtækjum, líkt og fréttastofa Associated Press hermdi um ástandið í dag.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um tvö prósent en Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,73 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×