Endurskoðun varnarmála Jón Gunnarsson skrifar 7. maí 2008 04:00 Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun