Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum.
Fyrir skatta var afkoman hins vegar neikvæð um þrjá milljarða króna samanborið við 5,2 milljarða króna hagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Vaxtatekjur á tímabilinu ruku upp, námu 15,6 milljörðum króna á fyrri hluta árs, sem er 210,3 prósenta aukning á milli ára.
Hreinar vaxtatekjur námu rúmum 4,4 milljörðum króna á fyrri hluta árs samanborið við 852,5 milljónir króna í fyrra, sem er 419,5 prósenta aukning á milli ára.
Rekstrargjöld námu rúmum 2,1 milljarði króna, sem er 63,2 prósenta aukning.
Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum um fjármálafyrirtæki var 23,5 prósent í lok tímabilsins, að því er fram kemur í uppgjörinu.
Uppgjör Byrs