Viðskipti erlent

Bilun í bresku kauphöllinni

Merki kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE).
Merki kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Mynd/AFP
Viðskipti liggja niðri í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) vegna bilunar. Kauphöllin segir um tæknilega bilun að ræða en fjárfestar segja mannleg mistök kunna að liggja á bak við. Breskir fjölmiðlar segja óheppilegt að bilunin hafi komið upp nú þegar mikil viðskipti séu með hlutabréf, sérstaklega banka og fjármálafyrirtækja, eftir yfirtöku bandarískra stjórnvalda á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Samkvæmt breska dagblaðinu Guardian er velta með hlutabréf í kauphöllum meiri en aðra mánudaga. Óvíst er hvað veldur biluninni, sem kom upp klukkan 9 í morgun, en talið var í fyrstu að mikil velta hafi valdið ofkeyrslu á kauphallarkerfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×