Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Verðlækkun á hráolíu á hlut að máli auk styrkingar á gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Helst voru það hlutabréf í fyrirtækjum sem eiga mikið undir olíuverði sem hækkaði. Þar á meðal eru flugfélög en gengi bréfa í AMR, móðurfélagi American Airlines, eins stærsta flugfélags Bandaríkjanna, rauk upp um rúm fimmtán prósent. Gengi annarra flugfélaga hækkaði sömuleiðis. Þar á meðal fór gengi bréfa í Delta Air Lines upp um átta prósent.
Gengið endaði í 6,31 dal á hlut.
FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi AMR.
Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,28 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent.