Viðskipti erlent

Hlutabréf niður á Norðurlöndunum

Miðlarar í þýsku kauphöllinni í Frankfurt.
Miðlarar í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot.

Þrátt fyrir þetta hækkaði gengi hlutabréfa almennt í Japan en Nikkei-vísitalan reis um 0,49 prósent.

Vísitölur í Evrópu standa alla á rauðu í dag. Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um rúmlega 1,5 prósent, hin þýska Dax-vísitala um 0,84 prósent og Cac40-vísitalan í Frakklandi um 1,35 prósent.

Lækkunin er nokkuð meiri á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. C20-vísistalan í Kaupmannahöfn hefur lækkað um 1,22 prósent, aðalvísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 1,9 prósent og í Ósló í Noregi um 2,29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×