Viðskipti erlent

Óánægja með afkomu Marks & Spencer

Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, en hann segir útlit fyrir erfitt rekstrarumhverfi í Bretlandi á árinu.
Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, en hann segir útlit fyrir erfitt rekstrarumhverfi í Bretlandi á árinu. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfabréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 20 prósent í kjölfar óánægju fjárfesta með uppgjör verslunarinnar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfiðan róður á árinu, að sögn stjórnenda keðjunnar.

Sala á vörum keðjunnar dróst saman um 2,2 prósent á milli ára og hefur afkoma verslunarinnar ekki verið verri í tvö og hálft ár, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times.

Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir í samtali við blaðið að Englandsbanki verði að koma til móts við erfiðara rekstrarumhverfi, spám um minni einkaneyslu og lækka stýrivexti. Vaxtaákvörðunardagur er í Bretlandi á morgun og reikna flestir fjármálasérfræðingar að vöxtum verði haldið óbreyttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×