Fótbolti

Klinsmann tekur við Bayern í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jürgen Klinsmann er á leið aftur til Þýskalands.
Jürgen Klinsmann er á leið aftur til Þýskalands. Nordic Photos / Getty Images

Bayern München hefur tilkynnt að Jürgen Klinsmenn taki við starfi knattspyrnustjóra hjá liðinu frá og með 1. júlí næstkomandi.

Hann tekur við starfi Ottmar Hitzfeld sem tilkynnti á dögunum að hann muni hætta í lok tímabilsins.

Klinsmann var landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrði liðinu í þriðja sætið á HM í Þýskalandi árið 2006.

Hann hefur verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni, svo sem Newcastle og Tottenham.

Jose Mourinho hafði verið orðaður við stöðuna hjá Bayern en nú er ljóst að ekkert verður af því að hann fari þangað.

„Bayern hefur fundið eftirmann Ottmar Hitzfeld sem hættir í lok tímabilsins," sagði í frétt á heimasíðu félagsins. „Eftirmaður hans er gamall vinur félagsins."

Klinsmann spilaði með Bayern München árin 1995 til 1997 og vann þýska meistaratitilinn og UEFA-bikarkeppnina með félaginu.

Síðar í dag verður haldinn blaðamannafundur þar sem Klinsmann mun sitja fyrir svörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×