Mettap hjá Citigroup 15. janúar 2008 14:28 Eitt útibúa Citigroup, sem skilaði mettapi á síðasta ársfjórðungi. Mynd/AFP Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. Langstærsti hluti tapsins er tilkominn vegna afskrifta á fasteignalánasafni bankans og lánavöndlum þeim tengdum upp á 18,1 milljarð dala. Þá jafngildir afkoman því að tap á hlut nam 1,99 dölum miðað við 1,03 dala hagnað í fyrra. Þetta er jafnframt rúmum dal meira tap en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn Bloomberg. Bankinn hefur þegar gripið til ráðstafana í því skyni að bæta eiginfjárhagsstöðuna. Þar á meðal verða arðgreiðslur lækkaðar um 41 prósent, utanaðkomandi fjárfestir leggur honum til 14,5 milljarða lán með breytirétti auk þess sem 4.200 starfsmönnum verður sagt upp. Vikram Pandit, sem tók við forstjórastólnum í desember eftir að fyrrum forstjóri bankans var rekinn eftir mikið tap á þriðja ársfjórðungi, segir afkomuna óviðunandi. Stærstu bankar Bandaríkjanna eru þessa dagana að skila inn uppgjörum sínum og er gert ráð fyrir að þeir þurfi að afskrifa háar upphæðir úr bókum sínum vegna tapa á lánavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. Langstærsti hluti tapsins er tilkominn vegna afskrifta á fasteignalánasafni bankans og lánavöndlum þeim tengdum upp á 18,1 milljarð dala. Þá jafngildir afkoman því að tap á hlut nam 1,99 dölum miðað við 1,03 dala hagnað í fyrra. Þetta er jafnframt rúmum dal meira tap en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn Bloomberg. Bankinn hefur þegar gripið til ráðstafana í því skyni að bæta eiginfjárhagsstöðuna. Þar á meðal verða arðgreiðslur lækkaðar um 41 prósent, utanaðkomandi fjárfestir leggur honum til 14,5 milljarða lán með breytirétti auk þess sem 4.200 starfsmönnum verður sagt upp. Vikram Pandit, sem tók við forstjórastólnum í desember eftir að fyrrum forstjóri bankans var rekinn eftir mikið tap á þriðja ársfjórðungi, segir afkomuna óviðunandi. Stærstu bankar Bandaríkjanna eru þessa dagana að skila inn uppgjörum sínum og er gert ráð fyrir að þeir þurfi að afskrifa háar upphæðir úr bókum sínum vegna tapa á lánavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira