Viðskipti erlent

Hagnaður JP Morgan niður um 34 prósent

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan.
Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan. Mynd/AFP

Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 2,97 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra 194 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,53 milljörðum dala á síðasta fjórðungi 2006 4,5 milljörðum dala. Þetta er því 34 prósenta samdráttur á milli ára, sem skýrist að langmestu leyti af afskriftum um á 2,54 milljarða dala á bandarísku undirmálslánasafni bankans.

Þetta jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 86 sentum samanborið við 1,26 dali í hitteðfyrra.

Niðurstaðan er undir væntingum stjórnenda bankans, að sögn Jamie Dimon, forstjóra JP Morgan.

Að öðru leyti námu tekjur bankans 17,38 milljörðum dala, sem er rúmlega sjö prósenta aukning á milli ára. Það er að nær öllu leyti komið frá hefðbundnum rekstri bankans, úr eignastýringu og öðru deildum, samkvæmt fréttastofu Associated Press.

Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar Citigroup skilaði inn mun verra uppgjöri fyrir síðasta fjórðung nýliðins árs sem var sá versti í sögu bankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×