Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð á uppleið víða um heim

Úr kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Úr kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu hefur almennt hækkað í dag eftir skell í byrjun vikunnar.

Allt stefndi í að hækkun yrði á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir fall daginn áður. Taugatitringur hjá fjárfestum í kjölfar slæmra afkomutalna fyrirtækja á borð við Intel og áframhaldandi hrakspár að dregið geti úr einkaneyslu vestanhafs á ári, sem geti smitað út frá sér til helstu hagkerfa, olli lækkun skömmu fyrir lokun markaða.

Nikkei-vísitalan hækkaði hins vegar um rúm tvö prósent í dag og Hang Seng-vísitalan um 2,7 prósent. Þá hafa vísitölur í evrópskum kauphöllum verið á uppleið. FTSE-vísitalan hefur hækkað um tæpt prósent en hin þýska Dax og franska Cac-40 um tæp 0,8 prósent.

Svipaða sögu er að segja frá kauphöllum á Norðurlöndunum en vísitölur þar hafa allar hækkað um 0,7 til 1,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×