Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn 18. janúar 2008 10:44 Maður frá Zimbabve sýnir stoltur hálfrarmilljónadala seðlinn sem honum hefur áskotnast. Verðgildi hans nemur rétt rúmum 12 íslenskum krónum. Mynd/AFP Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira