Mótmæla fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ 19. janúar 2008 13:23 Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira