Viðskipti erlent

Tap Ford minnkar milli ára

Tveir forstjórar. Alan Mulally, forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fyrrum forstjóra fyrirtækisins.
Tveir forstjórar. Alan Mulally, forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Mynd/AP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala.

Þar af nemur tapið á fjórða og síðasta ársifjórðungi 2,8 milljörðum dala. Það er á pari við væntingar markaðsaðila ef einskiptikostnaður er undanskilinn.

Þetta jafngildir því að tap á hlut nam 1,35 dölum á öllu síðasta ári samanborið við 6,72 dala tap árið á undan.

Tekjur námu 172,5 milljörðum dala samanborið við 160,1 milljarð í hitteðfyrra. Tekjurnar á fjórða ársfjórðungi námu 44,1 milljarði dala en 40,3 milljörðum dala í hitteðfyrra.

Alan Mulally, forstjóri Ford, sagði að þrátt fyrir minni sölu á bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum í fyrra þá væri reksturinn góður. Útlitið fyrir þetta ár er hins vegar ekki gott, að hans sögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×