Viðskipti erlent

Nokia keyrir fram úr öðrum

Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, en hann er rífandi glaður með árangur farsímaframleiðandans á síðasta ári.
Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, en hann er rífandi glaður með árangur farsímaframleiðandans á síðasta ári. Mynd/AFP

Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára. Fyrirtækið náði markmiði sínu að ná fjörutíu prósenta markaðshlutdeild á farsímamarkaði, segir Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóra fyrirtækisins í samtali við Reuters-fréttastofuna. Hann var hæstánægður með árangurinn.

Tekjur á tímabilinu nám 15,7 milljörðum evra, sem er 34 prósenta aukning á milli ára en sala á nýjum farsímum jókst um 27 prósent á tímabilinu.

Fjárfestar tóku afar vel í afkomutölurnar og stökk gengi bréfa í félaginu upp um tólf prósent í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi í morgun. Gengi bréfa í Motorola, einum af höfuðkeppinautum Nokia, féll hins vegar um 23 prósent í gær eftir að afkoma fyrirtækisins reyndist undir væntingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×