Viðskipti erlent

Afkoma Microsoft yfir væntingum

Bill Gates, einn stofnenda og stjórnarformaður Microsoft.
Bill Gates, einn stofnenda og stjórnarformaður Microsoft. Mynd/AFP

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins.

Sömuleiðis skipa þar stóran sess almennt góð sala á Xbox-leikjatölvunni og þriðja útgáfan á tölvuleiknum Halo, sem kom út í fyrrahaust.

Þetta er ívið betri afkoma en markaðsaðilar höfðu reiknað með.

Tekjur tölvurisans námu tæpum 16,4 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 30 prósenta aukning á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×