Gullið aldrei dýrara en nú 26. janúar 2008 09:12 Gullstangir. Þær hafa aldrei verið dýrari en nú um stundir. Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. Verð á gulli hækkaði um þrjátíu prósent á síðasta ári og telja fjármálasérfræðingar að það eigi eftir að hækka enn meira. Tvennt spilar inn í verðþróunina. Í fyrsta lagi urðu tafir á gullgreftri í stærstu gullnámu Suður-Afríku í vikulokin til þess að draga mjög úr framboði á eðalmálminum. Óvíst er hvenær framleiðsla hefst að nýju. Í öðru lagi hafa gullkaup um aldaraðir þótt gulltrygg leið fyrir fjárfesta til að geyma fé sitt. Þeir hafa því upp leitað í auknum mæli eftir því að kaupa eðalmálminn enda ótryggar aðstæður á hlutabréfamörkuðum upp á síðkastið. Breska ríkisútvarpið segir í dag, að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hafi spá því að gullverðið geti hækkað enn frekar batni ekki ástandið á hlutabréfamörkuðum og geti það farið í allt að 975 dali á únsu á árinu. Þá skiptir sömuleiðis máli hvenær framleiðsla í gullnámunni hefst að nýju. Þetta getur svo haft þau áhrif að verð á skartgripum úr gulli geti hækkað talsvert, að þeirra sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. Verð á gulli hækkaði um þrjátíu prósent á síðasta ári og telja fjármálasérfræðingar að það eigi eftir að hækka enn meira. Tvennt spilar inn í verðþróunina. Í fyrsta lagi urðu tafir á gullgreftri í stærstu gullnámu Suður-Afríku í vikulokin til þess að draga mjög úr framboði á eðalmálminum. Óvíst er hvenær framleiðsla hefst að nýju. Í öðru lagi hafa gullkaup um aldaraðir þótt gulltrygg leið fyrir fjárfesta til að geyma fé sitt. Þeir hafa því upp leitað í auknum mæli eftir því að kaupa eðalmálminn enda ótryggar aðstæður á hlutabréfamörkuðum upp á síðkastið. Breska ríkisútvarpið segir í dag, að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hafi spá því að gullverðið geti hækkað enn frekar batni ekki ástandið á hlutabréfamörkuðum og geti það farið í allt að 975 dali á únsu á árinu. Þá skiptir sömuleiðis máli hvenær framleiðsla í gullnámunni hefst að nýju. Þetta getur svo haft þau áhrif að verð á skartgripum úr gulli geti hækkað talsvert, að þeirra sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira