Viðskipti erlent

Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti óvænt um 0,75 prósentustig fyrir rúmri viku til að sporna við versnandi horfum í efnahagslífinu af völdum undirmálslánakreppu, lausafjárþurrðar og samdráttar í einkaneyslu.

Reiknað er með að bankinn muni lækka stýrivexti hratt á næstunni og geti þeir snert tveggja prósentustiga markið eftir nokkra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×