Webb: Verðum hættulegir í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 16:05 Ken Webb, þjálfari Skallagríms, og Hannes Jónsson formaður KKÍ. Mynd/E. Stefán Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02
Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31