Friðlaus í Færeyjum Hallgrímur Helgason skrifar 9. febrúar 2008 14:13 Íslendingar eru friðlaus þjóð og eiga því erfitt með að friða hús. Reykjavík er ennþá borg innréttinganna. Sumir barir í bænum breyta um nafn og stíl á hálfs árs fresti. Mér datt í hug að skiltafyrirtækin gætu framleitt séríslensk flettiskilti til notkunar yfir dyrum verslana og skemmtistaða. Þannig mætti spara stórfé. Nýr eigandi þyrfti ekki annað en fletta fram nýja nafninu á barnum á sama gamla skiltinu. Kannski væri líka hægt að hanna innréttingar sem snúa mætti við með einu handtaki og búmm: Rex er orðinn Tex-Mex. Hið eylenska óþol gerir okkur ólík grönnum okkar. Skandínavinn er stabílli týpa en jeppaglaður Frónbúinn sem alltaf er til í að skilja við konuna, krakkann og karríerinn og sigla á VISAkortinu einu saman niður Níl og Rín og opna svo nuddbar í Amsterdam. Nuddbar sem breytist í karaoke kaffihús eftir þrjá mánuði og sæbar eftir sjö. Íslendingar eru menn framtíðar en ekki fortíðar. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í Færeyjum yfir ansi langa helgi. Færeyingar eiga að heita frændur okkar en eitthvað virðist vanta upp á skyldleikann. Spurning um að fara fram á DNA-próf. Þessir þokuvönu brattabúar eru íhaldssamir í meira lagi og leyfa sér enga ævintýramennsku að hætti granna sinna, njálgverjanna í norðri. Í Færeyjum eru öll ný hús byggð með gamla góða laginu og dans þeirra og matarvenjur fylgja aldagömlum hefðum. Fyrir vikið er byggðin fögur að sjá, yndislegur heildarsvipur á borg og bæ, torfþök og tjullerí. Yfir að líta er Þórshöfn eins og dansleikur frá nítjándu öld, þar sem hvert hús stendur stillt á sínum þjóðbúningi, og bíður þess að dansinn hefjist. Undantekningin er hin rammíslenska Bónus-verslun, sem rekin er í glænýrri og ljómandi ljótri byggingu sem félli faglega inn í hvaða smiðjuhverfi okkar sem væri. Samt sem áður leið mér hvergi betur en þar. Þegar maður var orðinn þreyttur á samræmdri fegurð fortíðar var unaðslegt að koma í Bónus í Þórshöfn og svala heimþránni á bragðlausum Bónusdjús blönduðum í sviplausri skemmu í Kópavogi. Þá loks skildi maður það sem Andy heitinn Warhol sagði á sínum tíma: „Fallegasti staðurinn í Róm er McDonalds". Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minjasafni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending. Að svífa inn yfir víðfeðmt land okkar eftir dagana í þröngeyjum var eins og að koma til Ameríku; vítt til veggja og langt til fjalla, og allir til í allt. Frelsi! (En fortíðarhyggju Færeyinga fylgir afturhald í menningu og þröngsýni í þjóðmálum. Þetta er þjóð sem á eftir að koma út úr skápnum, þeirri miklu danasmíð. Í samanburðinum er Ísland nýjungasjúk og hátæknivædd hommaparadís.) Mér var hugsað til þessa alls í umræðunni um Laugavegshúsin. Ég hef sveiflast út og suður í spursmálinu: verndun götumyndar eða nútímaleg uppbygging. Þetta er auðvitað klassískt efamál. Þegar Neró ruddi kofabyggðinni burt úr miðborg Rómar ráku húsafriðunarsinnar upp ramakvein, vildu vernda það sem keisarinn taldi heilsuspillandi húsnæði. Þegar ný Róm var risin var hún svo glæsileg og vel heppnuð að enginn sá eftir gömlu bárujárnskoppunum. En við erum auðvitað engir Rómverjar. Og þó Davíð komist líklega næst því að hafa verið okkar Neró var hann aldrei jafn stórtækur, og átti heldur ekki arkitektana í að reisa Róm norðursins. Og þar liggur húshundurinn grafinn. Við getum aldrei treyst því að eitthvað stórfenglegt komi í stað gömlu kofanna. Lengi vildi ég láta af rómantík og gera Laugaveginn að fjögurra hæða Striki frá Hlemmi að Lækjartorgi, en í seinni tíð er ég farinn að efast. Konum nærri mér eru gömlu húsin kær og segja þau sér-reykvísk. Við eigum ekki að herma eftir öðrum heldur þora að vera við sjálf. En hvernig erum við „við sjálf"? Í því yndislega Grjótaþorpi líður mér alltaf eins og ég sé ekki í Reykjavík, eins og það sé bara eitthvert svindl í gangi. Íslendingurinn í mér fær samviskubit. Þetta er hreinlega of fallegt. Óþolið heimtar meiri óreiðu. En þegar komið er niður á Ingólfstorg er maður kominn heim. Til Íslands. Þar sem öllu ægir saman: gamalt og nýtt, ljótt og sætt. Steinhús, timburhús, Thorvaldsensfélag og hjólabretti. Óreiðan er okkar stíll. Hún endurspeglar kraftinn sem býr í þjóðarsálinni. Færeyjar eru sjálfar jafn áferðarfallegar og húsin sem þar standa. Ísland er hrjóstrugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru friðlaus þjóð og eiga því erfitt með að friða hús. Reykjavík er ennþá borg innréttinganna. Sumir barir í bænum breyta um nafn og stíl á hálfs árs fresti. Mér datt í hug að skiltafyrirtækin gætu framleitt séríslensk flettiskilti til notkunar yfir dyrum verslana og skemmtistaða. Þannig mætti spara stórfé. Nýr eigandi þyrfti ekki annað en fletta fram nýja nafninu á barnum á sama gamla skiltinu. Kannski væri líka hægt að hanna innréttingar sem snúa mætti við með einu handtaki og búmm: Rex er orðinn Tex-Mex. Hið eylenska óþol gerir okkur ólík grönnum okkar. Skandínavinn er stabílli týpa en jeppaglaður Frónbúinn sem alltaf er til í að skilja við konuna, krakkann og karríerinn og sigla á VISAkortinu einu saman niður Níl og Rín og opna svo nuddbar í Amsterdam. Nuddbar sem breytist í karaoke kaffihús eftir þrjá mánuði og sæbar eftir sjö. Íslendingar eru menn framtíðar en ekki fortíðar. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í Færeyjum yfir ansi langa helgi. Færeyingar eiga að heita frændur okkar en eitthvað virðist vanta upp á skyldleikann. Spurning um að fara fram á DNA-próf. Þessir þokuvönu brattabúar eru íhaldssamir í meira lagi og leyfa sér enga ævintýramennsku að hætti granna sinna, njálgverjanna í norðri. Í Færeyjum eru öll ný hús byggð með gamla góða laginu og dans þeirra og matarvenjur fylgja aldagömlum hefðum. Fyrir vikið er byggðin fögur að sjá, yndislegur heildarsvipur á borg og bæ, torfþök og tjullerí. Yfir að líta er Þórshöfn eins og dansleikur frá nítjándu öld, þar sem hvert hús stendur stillt á sínum þjóðbúningi, og bíður þess að dansinn hefjist. Undantekningin er hin rammíslenska Bónus-verslun, sem rekin er í glænýrri og ljómandi ljótri byggingu sem félli faglega inn í hvaða smiðjuhverfi okkar sem væri. Samt sem áður leið mér hvergi betur en þar. Þegar maður var orðinn þreyttur á samræmdri fegurð fortíðar var unaðslegt að koma í Bónus í Þórshöfn og svala heimþránni á bragðlausum Bónusdjús blönduðum í sviplausri skemmu í Kópavogi. Þá loks skildi maður það sem Andy heitinn Warhol sagði á sínum tíma: „Fallegasti staðurinn í Róm er McDonalds". Að fljúga heim var eins og að sleppa burt af risavöxnu minjasafni. Það er áhugavert að líta við á slíkri stofnun en að búa þar er ekki fyrir Íslending. Að svífa inn yfir víðfeðmt land okkar eftir dagana í þröngeyjum var eins og að koma til Ameríku; vítt til veggja og langt til fjalla, og allir til í allt. Frelsi! (En fortíðarhyggju Færeyinga fylgir afturhald í menningu og þröngsýni í þjóðmálum. Þetta er þjóð sem á eftir að koma út úr skápnum, þeirri miklu danasmíð. Í samanburðinum er Ísland nýjungasjúk og hátæknivædd hommaparadís.) Mér var hugsað til þessa alls í umræðunni um Laugavegshúsin. Ég hef sveiflast út og suður í spursmálinu: verndun götumyndar eða nútímaleg uppbygging. Þetta er auðvitað klassískt efamál. Þegar Neró ruddi kofabyggðinni burt úr miðborg Rómar ráku húsafriðunarsinnar upp ramakvein, vildu vernda það sem keisarinn taldi heilsuspillandi húsnæði. Þegar ný Róm var risin var hún svo glæsileg og vel heppnuð að enginn sá eftir gömlu bárujárnskoppunum. En við erum auðvitað engir Rómverjar. Og þó Davíð komist líklega næst því að hafa verið okkar Neró var hann aldrei jafn stórtækur, og átti heldur ekki arkitektana í að reisa Róm norðursins. Og þar liggur húshundurinn grafinn. Við getum aldrei treyst því að eitthvað stórfenglegt komi í stað gömlu kofanna. Lengi vildi ég láta af rómantík og gera Laugaveginn að fjögurra hæða Striki frá Hlemmi að Lækjartorgi, en í seinni tíð er ég farinn að efast. Konum nærri mér eru gömlu húsin kær og segja þau sér-reykvísk. Við eigum ekki að herma eftir öðrum heldur þora að vera við sjálf. En hvernig erum við „við sjálf"? Í því yndislega Grjótaþorpi líður mér alltaf eins og ég sé ekki í Reykjavík, eins og það sé bara eitthvert svindl í gangi. Íslendingurinn í mér fær samviskubit. Þetta er hreinlega of fallegt. Óþolið heimtar meiri óreiðu. En þegar komið er niður á Ingólfstorg er maður kominn heim. Til Íslands. Þar sem öllu ægir saman: gamalt og nýtt, ljótt og sætt. Steinhús, timburhús, Thorvaldsensfélag og hjólabretti. Óreiðan er okkar stíll. Hún endurspeglar kraftinn sem býr í þjóðarsálinni. Færeyjar eru sjálfar jafn áferðarfallegar og húsin sem þar standa. Ísland er hrjóstrugt.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun