Við núllið í Bandaríkjunum 12. febrúar 2008 21:04 Auðkýfingurinn Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Buffett hefur boðist til að koma skuldatryggingafyrirtækjum í Bandaríkjunum til hjálpar. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira