Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Óli Tynes skrifar 13. febrúar 2008 14:15 Sorry. Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira