Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Óli Tynes skrifar 13. febrúar 2008 14:15 Sorry. Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera. Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera.
Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira