Útsendari frá enska B-deildarliðinu Charlton mun á morgun fylgjast með Kristjáni Erni Sigurðssyni er hann spilar með Brann gegn Everton í UEFA-bikarkeppninni.
Samkvæmt norskum fjölmiðlum hefur Charlton fylgst með Kristjáni Erni um nokkurt skeið en hann hefur verið orðaður við fleiri lið á Englandi.
„Krissy býr yfir mikilli reynslu með íslenska landsliðinu og er góður leikmaður. Það kemur því ekki á óvart að það sé áhugi fyrir honum," sagði Roald Bruun-Hanssen, yfirmaður íþróttamála hjá Brann.
„Við höfum þó ekki nein formleg tilboð eða fyrirspurnir vegna hans en við skulum sjá hvað gerist."
Charlton fylgist með Kristjáni Erni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn




Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn
