Aron: Tímasetningin er afleit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 13:46 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Anton Aron Kristjánsson segist hafa verið afar spenntur fyrir starfi landsliðsþjálfara en að tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Aron varð í dag fjórði þjálfarinn sem HSÍ hefur rætt við um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins í handbolta sem hafnar boðinu. Aron er þjálfari Hauka sem tróna á toppi N1-deildar karla í handbolta. Hann segir að hann geti ekki losað sig undan þeim skuldbindingum sem hann hefur þar. „Þetta er draumastarfið hjá mér og verður vonandi áfram. Þetta er það sem ég hef stefnt að síðan ég fór út í þjálfun en tímasetningin nú er gjörsamlega afleit. Það er bara ekki hægt að horfa framhjá því," sagði Aron við Vísi. „Allar viðræður við HSÍ gengu mjög vel en það kom fljótt í ljós að það væri ekki hægt að starfa sem landsliðsþjálfari samhliða starfi mínu hjá Haukum." „Ég er tiltölulega nýkominn til starfa hjá Haukum og þegar ég kom í sumar þurfti að blása nýju lífi í félagið. Þjálfunin er bara hluti af þeirri vinnu og er ég í miðju ókláruðu verkefni. Ég er með skuldbindingar gagnvart leikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum félagsins. Ég vil koma þessu verkefni betur frá mér áður en ég tek eitthvað annað að mér." Aron segist hafa rætt við Hauka um möguleika þess að fá sig lausan. „Ég fann sjálfur að ég var tilbúinn fyrir landsliðsstarfið og vildi ég fá að heyra hvað HSÍ hefði fram að færa." Hann segir þó hafa mætt skilningi frá HSÍ er hann hafnaði þeim. „Þeir vita vel hvernig málin standa gagnvart Haukunum og gera sér fulla grein fyrir minni stöðu." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron hafnaði HSÍ Aron Kristjánsson mun ekki þjálfa íslenska landsliðið í handbolta en hann er fjórði þjálfarinn sem hafnar starfinu. 21. febrúar 2008 12:11 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Aron Kristjánsson segist hafa verið afar spenntur fyrir starfi landsliðsþjálfara en að tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Aron varð í dag fjórði þjálfarinn sem HSÍ hefur rætt við um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins í handbolta sem hafnar boðinu. Aron er þjálfari Hauka sem tróna á toppi N1-deildar karla í handbolta. Hann segir að hann geti ekki losað sig undan þeim skuldbindingum sem hann hefur þar. „Þetta er draumastarfið hjá mér og verður vonandi áfram. Þetta er það sem ég hef stefnt að síðan ég fór út í þjálfun en tímasetningin nú er gjörsamlega afleit. Það er bara ekki hægt að horfa framhjá því," sagði Aron við Vísi. „Allar viðræður við HSÍ gengu mjög vel en það kom fljótt í ljós að það væri ekki hægt að starfa sem landsliðsþjálfari samhliða starfi mínu hjá Haukum." „Ég er tiltölulega nýkominn til starfa hjá Haukum og þegar ég kom í sumar þurfti að blása nýju lífi í félagið. Þjálfunin er bara hluti af þeirri vinnu og er ég í miðju ókláruðu verkefni. Ég er með skuldbindingar gagnvart leikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum félagsins. Ég vil koma þessu verkefni betur frá mér áður en ég tek eitthvað annað að mér." Aron segist hafa rætt við Hauka um möguleika þess að fá sig lausan. „Ég fann sjálfur að ég var tilbúinn fyrir landsliðsstarfið og vildi ég fá að heyra hvað HSÍ hefði fram að færa." Hann segir þó hafa mætt skilningi frá HSÍ er hann hafnaði þeim. „Þeir vita vel hvernig málin standa gagnvart Haukunum og gera sér fulla grein fyrir minni stöðu."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron hafnaði HSÍ Aron Kristjánsson mun ekki þjálfa íslenska landsliðið í handbolta en hann er fjórði þjálfarinn sem hafnar starfinu. 21. febrúar 2008 12:11 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Aron hafnaði HSÍ Aron Kristjánsson mun ekki þjálfa íslenska landsliðið í handbolta en hann er fjórði þjálfarinn sem hafnar starfinu. 21. febrúar 2008 12:11