Enski boltinn

Bayern München á eftir Kuyt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kuyt skorar hér mark úr vítaspyrnu í leik gegn Everton í október síðastliðnum.
Kuyt skorar hér mark úr vítaspyrnu í leik gegn Everton í október síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Bayern München muni bjóða í framherjann Dirk Kuyt hjá Liverpool í sumar.

Kuyt hefur aðeins skorað þrjú deildarmörk á leiktíðinni fyrir Liverpool og hefur oft átt erfitt uppdráttar.

Honum hefur þó gengið betur upp á síðkastið og átti til að mynda þátt í marki Ryan Babel um helgina og þá skoraði hann mark Liverpool gegn Inter í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum.

Bayern er afar vel skipað hvað framherja varðar en með liðinu leika nú þeir Luca Toni, Lukas Podolski og Miroslav Klose. Það er þó búist við að Bayern gæti misst einn þeirra að tímabilinu loknu.

Liverpool borgaði Feyenoord níu milljónir punda fyrir Kuyt á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×