Njarðvík burstaði Skallagrím - Hamarsmenn fallnir 6. mars 2008 21:01 Brenton Birmingham var sjóðandi heitur í kvöld Mynd/AntonBrink Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, en nú er spennan heldur betur farin að magnast enda stutt eftir af deildakeppninni. Lið Hamars úr Hveragerði varð að sætta sig við fall úr deildinni í kvöld eftir tap gegn KR. Njarðvíkingar unnu sannfærandi stórsigur á Skallagrími á heimavelli þar sem heimamenn röðuðu niður langskotunum í síðari hálfleik og tryggðu sér sigurinn. Brenton Birmingham skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson 19 stig, en Darrell Flake skoraði 23 fyrir gestina. Keflvíkingar burstuðu Tindastól 106-85 á heimavelli og sitja því áfram á toppnum með 32 stig líkt og KR, sem vann sannfærandi sigur á Hamri á heimavellin sínum í kvöld 95-66 og sópaði liðinu þar með úr deildinni. Joshua Helm var stigahæstur hjá KR með 25 stig, JJ Sola skoraði 15 og Pálmi Sigurgeirsson 13, en Roman Moniak skoraði 27 stig fyrir Hamar og Svavar Pálsson 13 stig. Þá vann Stjarnan mikilvægan sigur á ÍR í Seljaskóla 87-84 og heldur því enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina. Tahirou Sani skoraði 25 stig fyrir ÍR, Nate Brown var með 16 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Eiríkur Önundarson 13. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevski stigahæstur með 26 stig líkt og Jarrett Stephens, sem hirti auk þess 11 fráköst. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 32 stig líkt og KR sem er í öðru sætinu, Grindavík er í þriðja sæti með 28 stig og á leik til góða gegn Snæfelli annað kvöld. Njarðvíkingar eru í fjórða sætinu með 24 stig og Snæfell í fimmta með 22 stig. Skallagrímur í sjötta með 20 stig, ÍR hefur 18 stig í sjöunda og Þórsarar hafa 16 stig í áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, en liðið á leikt til góða gegn Fjölni annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, en nú er spennan heldur betur farin að magnast enda stutt eftir af deildakeppninni. Lið Hamars úr Hveragerði varð að sætta sig við fall úr deildinni í kvöld eftir tap gegn KR. Njarðvíkingar unnu sannfærandi stórsigur á Skallagrími á heimavelli þar sem heimamenn röðuðu niður langskotunum í síðari hálfleik og tryggðu sér sigurinn. Brenton Birmingham skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson 19 stig, en Darrell Flake skoraði 23 fyrir gestina. Keflvíkingar burstuðu Tindastól 106-85 á heimavelli og sitja því áfram á toppnum með 32 stig líkt og KR, sem vann sannfærandi sigur á Hamri á heimavellin sínum í kvöld 95-66 og sópaði liðinu þar með úr deildinni. Joshua Helm var stigahæstur hjá KR með 25 stig, JJ Sola skoraði 15 og Pálmi Sigurgeirsson 13, en Roman Moniak skoraði 27 stig fyrir Hamar og Svavar Pálsson 13 stig. Þá vann Stjarnan mikilvægan sigur á ÍR í Seljaskóla 87-84 og heldur því enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina. Tahirou Sani skoraði 25 stig fyrir ÍR, Nate Brown var með 16 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Eiríkur Önundarson 13. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevski stigahæstur með 26 stig líkt og Jarrett Stephens, sem hirti auk þess 11 fráköst. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 32 stig líkt og KR sem er í öðru sætinu, Grindavík er í þriðja sæti með 28 stig og á leik til góða gegn Snæfelli annað kvöld. Njarðvíkingar eru í fjórða sætinu með 24 stig og Snæfell í fimmta með 22 stig. Skallagrímur í sjötta með 20 stig, ÍR hefur 18 stig í sjöunda og Þórsarar hafa 16 stig í áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, en liðið á leikt til góða gegn Fjölni annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira