Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir 10. mars 2008 21:29 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira