Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum 19. mars 2008 12:45 John Mack, forstjóri Morgan Stanley. Mynd/AFP Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fjórðunginum lýkur í enda febrúar í bókum bankans. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,66 milljörðum dala á sama tíma í fyrra.Hagnaður á hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna, nam 1,45 dölum samanborið við 2,17 dali á hlut í fyrra. Þetta er engu að síður talsvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu reiknað með rétt rúmlega einum dal í hagnað á hlut. Tekjur tímabilsins námu 8,3 milljörðum sem er sautján prósenta samdráttur frá síðast ári. Tekjurnar eru sömuleiðis rúmum milljarði dala yfir spám sérfræðing, að sögn Thomson Financials-fréttaveitunnar. Þótt afkoman sé almennt yfir væntingum er hann ekki laus undan undirmálslánakrísunni enda neyddist hann til að afskrifa samtals 2,3 milljarða úr bókum sínum. Afskriftirnar skiptast nokkkuð jafnt á milli verðbréfa og lánavöndla. John Mack, forstjóri og stjórnarformaður Morgan Stanley, segir þetta góðar fréttir, sem fylgi í kjölfar uppgjöra frá Lehman Brothers og Goldman Sachs, sem voru birt í gær. En að aðstæður séu krefjandi: „Við reiknum með að aðstæður á mörkuðum verði erfiðar næstu mánuði," segir hann. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fjórðunginum lýkur í enda febrúar í bókum bankans. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,66 milljörðum dala á sama tíma í fyrra.Hagnaður á hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna, nam 1,45 dölum samanborið við 2,17 dali á hlut í fyrra. Þetta er engu að síður talsvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu reiknað með rétt rúmlega einum dal í hagnað á hlut. Tekjur tímabilsins námu 8,3 milljörðum sem er sautján prósenta samdráttur frá síðast ári. Tekjurnar eru sömuleiðis rúmum milljarði dala yfir spám sérfræðing, að sögn Thomson Financials-fréttaveitunnar. Þótt afkoman sé almennt yfir væntingum er hann ekki laus undan undirmálslánakrísunni enda neyddist hann til að afskrifa samtals 2,3 milljarða úr bókum sínum. Afskriftirnar skiptast nokkkuð jafnt á milli verðbréfa og lánavöndla. John Mack, forstjóri og stjórnarformaður Morgan Stanley, segir þetta góðar fréttir, sem fylgi í kjölfar uppgjöra frá Lehman Brothers og Goldman Sachs, sem voru birt í gær. En að aðstæður séu krefjandi: „Við reiknum með að aðstæður á mörkuðum verði erfiðar næstu mánuði," segir hann.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira