Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum 19. mars 2008 12:45 John Mack, forstjóri Morgan Stanley. Mynd/AFP Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fjórðunginum lýkur í enda febrúar í bókum bankans. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,66 milljörðum dala á sama tíma í fyrra.Hagnaður á hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna, nam 1,45 dölum samanborið við 2,17 dali á hlut í fyrra. Þetta er engu að síður talsvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu reiknað með rétt rúmlega einum dal í hagnað á hlut. Tekjur tímabilsins námu 8,3 milljörðum sem er sautján prósenta samdráttur frá síðast ári. Tekjurnar eru sömuleiðis rúmum milljarði dala yfir spám sérfræðing, að sögn Thomson Financials-fréttaveitunnar. Þótt afkoman sé almennt yfir væntingum er hann ekki laus undan undirmálslánakrísunni enda neyddist hann til að afskrifa samtals 2,3 milljarða úr bókum sínum. Afskriftirnar skiptast nokkkuð jafnt á milli verðbréfa og lánavöndla. John Mack, forstjóri og stjórnarformaður Morgan Stanley, segir þetta góðar fréttir, sem fylgi í kjölfar uppgjöra frá Lehman Brothers og Goldman Sachs, sem voru birt í gær. En að aðstæður séu krefjandi: „Við reiknum með að aðstæður á mörkuðum verði erfiðar næstu mánuði," segir hann. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fjórðunginum lýkur í enda febrúar í bókum bankans. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,66 milljörðum dala á sama tíma í fyrra.Hagnaður á hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna, nam 1,45 dölum samanborið við 2,17 dali á hlut í fyrra. Þetta er engu að síður talsvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu reiknað með rétt rúmlega einum dal í hagnað á hlut. Tekjur tímabilsins námu 8,3 milljörðum sem er sautján prósenta samdráttur frá síðast ári. Tekjurnar eru sömuleiðis rúmum milljarði dala yfir spám sérfræðing, að sögn Thomson Financials-fréttaveitunnar. Þótt afkoman sé almennt yfir væntingum er hann ekki laus undan undirmálslánakrísunni enda neyddist hann til að afskrifa samtals 2,3 milljarða úr bókum sínum. Afskriftirnar skiptast nokkkuð jafnt á milli verðbréfa og lánavöndla. John Mack, forstjóri og stjórnarformaður Morgan Stanley, segir þetta góðar fréttir, sem fylgi í kjölfar uppgjöra frá Lehman Brothers og Goldman Sachs, sem voru birt í gær. En að aðstæður séu krefjandi: „Við reiknum með að aðstæður á mörkuðum verði erfiðar næstu mánuði," segir hann.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira