Fótbolti

Matthäus ætlar aftur í slaginn í sumar

Þýska goðsögnin Lothar Matthäus hefur tilkynnt að hann ætli sér aftur út í knattspyrnuþjálfun í sumar. Hann hefur nú klárað að ná sér í full þjálfunarréttindi en hefur ekki starfað sem þjálfari síðan hann hætti sem aðstoðarmaður Giovanni Trapattoni hjá Red Bull í Austurríki í fyrra.

Matthäus varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 1990 og lék lengst af með Bayern Munchen og Inter Milan á Ítalíu. Hann er nú fluttur aftur til heimalandsins og hefur þegar einhver járn í eldinum.

"Ég mun taka við nýju liði í júlí," sagði hann í samtali við DSF sjónvarpsstöðina. "Ég er í viðræðum við félag með mikinn metnað, félag sem er í Evrópukeppni," sagði Matthäus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×