Fótbolti

Podolski hefur fengið nóg

NordcPhotos/GettyImages

Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski segist vera búinn að fá sig fullsaddan af því að verma tréverkið hjá Bayern Munchen og íhugar að fara frá félaginu.

"Ég hef fengið nóg af því að sitja á bekknum og ég þarf að íhuga framtíðina í lok tímabils. Við munum taka ákvörðun sem hentar báðum aðilum," sagði Podolski í samtali við Bild.

Podolski er samningsbundinn Bayern út árið 2010 en hann gekk í raðir liðsins frá Köln fyrir 10 milljónir evra árið 2006.

Hann hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði Bayern í deildinni í vetur og hefur 14 sinnum komið inn af bekknum. Hann hefur enn ekki náð að skora í deildinni en hefur reyndar skorað fimm mörk í Uefa keppninni.

Podolski verður að sætta sig við að vera þriðji kostur í framlínunni á eftir þeim Luca Toni og Miroslav Klose.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×