ÍR-ingurinn Nate Brown er kominn í kunnuglega stöðu. Framundan er annar leikur við KR í átta liða úrslitum í úrslitakeppni í kvöld og Nate getur ásamt félögum sínum komist í undanúrslit með sigri á heimavelli.
Hann var í sömu stöðu með Snæfelli 2006 og með ÍR í fyrra en bæði skiptin tapaðist leikur tvö sem og oddaleikurinn sem fylgdi á eftir.
Árið 2006 vann Snæfell KR með þremur stigum í DHL-Höllinni (68-71) í fyrsta leik þar sem Nate Brown var með 16 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. KR tryggði sér oddaleik með 62-61 sigri í Hólminun þar sem Melvin Scott skoraði sigurkörfuna á lokasekúndunni. KR-ingar tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með 67-64 sigri í úrslitaleiknum þar sem Nate skoraði aðeins 9 stig og klikkað á 13 af 17 skotum sínum.
Í fyrra vann ÍR átta stiga sigur í fyrsta leiknum í DHL-Höllinni (65-73) en KR tryggði sér oddaleik með sannfærandi 9 stiga sigri í Seljaskóla 78-87 þrátt fyrir að Nate Brown hafi verið með 18 stig og 10 stoðsendingar. KR komst síðan í undanúrslitin með því að vinna oddaleikinn með 13 stig í DHL-Höllinni, 91-78, en Nate var þá með 14 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Þegar tölfræði leikjanna er skoðuð betur er þó ekki hægt að kenna Nate Brown um hvernig fór því hann hækkaði sig í framlagi, stoðsendingum og fráköstum frá því í fyrstu leikjum einvíganna. Hann er þó að skora minna í leikjum 2 og 3 og er einnig að fá mun færri víti sem bendir til þess að hann hafi ekki verið eins grimmur að keyra upp að körfunni.
Hér fyrir neðan má sjá meðaltöl Nate Brown í leik eitt annarsvegar og svo í leikjum tvo og þrjú hinsvegar.
Nate Brown í leik eitt í átta liða úrslitum 2006-2008:
Leikir 3
Sigrar 3 (100%)
Stig í leik 16,7
Fráköst í leik 6,0
Stoðsendingar í leik 6,7
Framlag í leik 17,3
Skotnýting 39,0%
3ja stiga skotnýting 37,5%
Tapaðir boltar í leik 2,7
Víti fengin í leik 7,0
Nate Brown í leikjum tvö og þrjú í átta liða úrslitum 2006-2008:
Leikir 4
Sigrar 0 (0%)
Stig í leik 13,0
Fráköst í leik 7,3
Stoðsendingar í leik 8,0
Framlag í leik 18,8
Skotnýting 40,0%
3ja stiga skotnýting 37,5%
Tapaðir boltar í leik 3,3
Víti fengin í leik 2,5