NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 09:14 Allen Iverson reynir að verjast Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira