Nútíminn er misjafn eftir heimshlutum. Á meðan drossíur þeysa víða um hraðbrautir með risastórum flutningabílum eru farartækin einfaldari annarsstaðar.
Þessi Palestínumaður var á ferð um eyðimörkina skammt frá bænum Jeríkó á Vesturbakkanum, í gær.
Hans eigin farkostur er asni. Og flutningabíllinn hans er úlfaldi. Þannig hefur það verið dálítið lengi á þessum slóðum.
Sjálfsagt þykir mörgum Íslendingum þetta vera dálítið fábrotið. En Palestínumaðurinn þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af hækkandi eldsneytiskostnaði fyrir breytta Monster jeppann sinn.

