Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum 7. apríl 2008 14:26 Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós." Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós."
Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira