Viðskipti innlent

Skjót viðbrögð Seðlabankans

Andrés önd.
Andrés önd.
Seðlabanki Íslands brást skjótt við umfjöllun Markaðarins í gær um kennsluefni Seðlabanka. Í gærmorgun barst fréttatilkynning frá bankanum þar sem bent er á efni sem bankinn gefur út, tengla á efni frá öðrum seðlabönkum og nánari upplýsingar um opnunartíma myntsafns Seðlabankans. Fjallað er um tölvuleik sem er staðsettur í myntsafni Seðlabanka Íslands þar sem hægt er að setjast í stól bankastjóra og spreyta sig á því að beita stýritækjum hans til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Andrés Önd og peningastefnan
seðlabankinn
Í umfjöllun Markaðarins, Andrés önd og peningastefnan, var farið yfir það hvernig seðlabankar heimsins hafa sett fram fræðsluefni í hagfræði á einfaldan og skýran hátt. Tekin eru fjölmörg dæmi um hvaða leiðir seðlabankar hafa farið til að auka þekkingu almennings í hagfræði. Lítið hefur farið fyrir fræðsluefni á vefsíðu Seðlabankans en athyglisvert er að sjá að starfsmenn Seðlabankans eru með puttann á púlsinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×