Þjóðríkjum til eflingar Jón Sigurðsson skrifar 1. október 2008 00:01 Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun