Viðskipti erlent

Svartsýnir í röðum bandarískra fjárfesta

Skelkaðir fjárfestar á Wall Street í Bandaríkjunum í dag.
Skelkaðir fjárfestar á Wall Street í Bandaríkjunum í dag. Mynd/AP
Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum féll með skelli á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar vestanhafs óttast nú að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda, sem gengu í gegnum þingið á föstudag, dugi ekki til að koma fjármálakerfinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,5 prósent og fór undir 10.000 stig í fyrsta sinn í fimm ár en Nasdaq-vísitalan féll um 4,27 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×