Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2008 07:00 Benedikt Guðmundsson. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi. Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi.
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira