Inter Milan sýndi engin glæsitilþrif í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Al-Hilal í fyrsta æfingaleiknum undir stjórn Jose Mourinho. Það var Nicolas Burdisso sem skoraði sigurmark Inter í leiknum.
Mourinho hafði greinilega mikinn hug á að sjá sem flesta leikmenn sína reyna sig, því hann skipti öllu liði sínu af velli í hálfleik og gaf öllum tækifæri.
Fyrri hálfleikinn léku þeir Julio Cesar; Santon, Burdisso, Pelè, Bolzoni; Cambiasso, Vieira, Zanetti; Figo, Adriano og Balotelli.
Síðari hálfleikinn léku svo þeir Toldo; Maicon, Mei, Materazzi, Maxwell; Dacourt, Stankovic, Jimenez; Mancini, Cruz og Crespo.