Viðskipti innlent

Ekki múkk um kjörin

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
„Við höfum ekki gefið það upp. Bæði af tillitssemi við þá sem eru að lána okkur og eins teljum við skynsamlegt að hafa það fyrir okkur,“ sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í samtali við Markaðinn, aðspurður um kjör á nýju erlendu láni íslenska ríkisins.

Fram kom í máli forsætisráðherra á Alþingi, að ríkið væri að ganga frá að minnsta kosti 250 milljóna evra láni, eða sem nemur um 30 milljörðum íslenskra króna. Lánið væri tekið á kjörum sem væru mun betri en sem nemur skuldatryggingarálagi íslenska ríkisins. Álagið nam um 250 punktum í gær, samkvæmt upplýsingum Landsbankans.

Engar uppýsingar fengust um lánið frá Seðlabankanum, þegar eftir því var leitað. Upplýsingar yrðu veittar síðar, meðal annars í reikingum bankans þegar þeir yrðu birtir. -ikh





Fleiri fréttir

Sjá meira


×