Viðskipti erlent

Teva tekur Barr

Fyrir árslok er stefnt að því að sameina tvö lyfjafyrirtæki sem kepptu við Actavis í fyrirtækjakaupum. Fréttablaðið/AP
Fyrir árslok er stefnt að því að sameina tvö lyfjafyrirtæki sem kepptu við Actavis í fyrirtækjakaupum. Fréttablaðið/AP

Hluthafar í bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Barr Pharma­ceuticals samþykktu um helgina yfirtökutilboð írsaelska lyfjafyrirtækisins Teva.

Bæði fyrirtækin öttu kappi við Actavis um fyrirtækjakaup á síðastliðnum tveimur árum. Barr hafði betur í baráttunni um króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva árið 2006 en Teva blandaði sér í baráttuna um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck í fyrra. Bæði Actavis og Teva drógu sig í hlé í seinna skiptið þar sem verðmiðinn var of hár.

Tilboð Teva í Barr, sem lagt var fram í júlí í sumar, hljóðar upp á 7,46 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Reiknað er með að kaupin gangi í gegn fyrir árslok, segir MarketWatch. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×